Sjö ára samband breyttist á einni nóttu

Hollywood-leikkonan Anna Kendrick var gestur í vinsæla hlaðvarpinu Call Her Daddy á dögunum þar sem hún opnaði sig um andlegt ofbeldi sem hún varð fyrir í fyrra sambandi. Hún sagði að það hafi tekið sig langan tíma að átta sig á aðstæðum og hvað væri í raun að gerast.

Árið 2022 lék hún í kvikmyndinni í Alice Darling, en saga myndarinnar var í raun mjög lík hennar eigin upplifun á því hvernig hún áttaði sig á raunveruleika sambandsins.

„Ég var nýkomin úr sambandi sem var ótrúlega svipað og í myndinni,“ sagði Kendrick í þættinum. „Ég sagði engum frá því að ég hefði tekið við hlutverkinu því ég vildi ekki heyra að ég ætti ekki að taka það að mér.“

Ljósmynd/AFP

Ekki „hefðbundið mynstur“

Karakter hennar í myndinni var lengi að átta sig á mynstrinu í sambandinu og átti það sama við um Kendrick sjálfa. 

„Þetta var ekki hefðbundna mynstrið eins og er oft í ofbeldissamböndum. Ég var að lesa allar greinar sem ég fann og hugsaði að þetta væri ekki alveg eins í mínu sambandi, svipað, en ekki alveg eins,“ segir Kendrick. Sambandið varði í sjö ár en hún segir allt hafi breyst á einni nóttu.

„Þetta kom sem þruma úr heiðskíru lofti. En ég elskaði og treysti þessari manneskju svo ég hélt að ég væri vandamálið. Ég hélt að ef annað okkar væri galið, þá hlyti það að vera ég. Svo það var mjög erfitt að hugsa, nei, ég held að þetta sé hann.“

Hún segir sálfræðinginn sinn einnig ekki hafa áttað sig á ástandinu á meðan að því stóð. Þá var það í einum tíma með sálfræðingnum sem hún missti andlitið. 

„Síðar sendi ég sálfræðingnum mínum tölvupóst þar sem ég baðst afsökunar, sagði hvað ég skammaðist mín mikið og ég hefði átt að stilla mig. Þá hringdi hann í mig, sem hann hafði aldrei gert áður og sagði mér hvað hann væri stoltur af mér. Þá fann ég eitthvað breytast innra með mér. Stuttu síðar lauk sambandinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar