Tugir þúsunda hafa skrifað undir

Liam Payne, einn meðlima One Direction, er látinn aðeins 31 …
Liam Payne, einn meðlima One Direction, er látinn aðeins 31 árs gamall. ANGELA WEISS / AFP

Ríflega 94.000 manns hafa skrifað undir áskorun um nýtt lagafrumvarp sem snýr að geðheilbrigðisvernd og umönnun ungs fólks í tónlistarbransanum. Frumvarpið, sem ber heitið Liam's Law, var samið í kjölfar óvænts andláts breska tónlistarmannsins Liam Payne. 

Frumvarpið kveður meðal annars á um að listafólk gangist undir reglubundna geðheilbrigðisskoðun, fái næga hvíld á milli tónleika og hafi aðgang að geðheilbrigðisstarfsfólki á álagstímum svo hægt sé að huga að andlegri líðan og veita viðkomandi félagslegan stuðning. 

Undirskriftalistinn var birtur á vefsíðunni Change.org aðeins tveimur dögum eftir andlát Payne og hefur vakið athygli fólks víða um heim. Dyggur aðdáandi tónlistarmannsins hóf undirskriftasöfnunina.

Í yfirlýsingu á vefsíðunni segir meðal annars:

„Áhættuþættir á borð við streitu, kvíða, þunglyndi, misnotkun vímuefna og sjálfsvíg eru á hraðri uppleið, en samkvæmt rannsóknum er fólk í skemmtanaiðnaðinum tvisvar til þrisvar sinnum líklegra til að þjást af eftirfarandi kvillum.“

Payne, sem var þekktastur sem liðsmaður strákahljómsveitarinnar One Direction, lést þann 16. október síðastliðinn í borginni Buenos Aires í Argentínu. Hann var 31 árs gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir