Barðist við tárin á rauða dreglinum

Leikkonan gekk rauða dregilinn á miðvikudagskvöldið.
Leikkonan gekk rauða dregilinn á miðvikudagskvöldið. LjósmyndAFP

Ástralska leikkonan Nicole Kidman táraðist á rauða dreglinum þegar hún minntist móður sinnar sem lést í síðasta mánuði, 84 ára að aldri.

Óskarsverðlaunaleikkonan var viðstödd frumsýningu annarrar þáttaraðar Lioness á miðvikudagskvöldið þegar hún var spurð út í líðan sína eftir móðurmissinn.

Kidman var stödd á Ítalíu, meðal gesta á kvikmyndahátíðinni þar í borg, þegar henni bárust þau miklu sorgartíðindi að móðir hennar, Janelle Anne Kidman, hefði látist. Leikkonan, sem flaug strax til heimalands síns, Ástralíu, er aðeins nýlent aftur í Bandaríkjunum eftir að hafa jarðað móður sína.

Leikkonan brosti blítt til ljósmyndara á frumsýningu Lioness en barðist við tárin þegar blaðamaður The Hollywood Reporter sagðist samhryggjast fjölskyldu hennar og spurði út í líðan.

„Þetta hefur verið erfitt,” svaraði Kidman hreinskilningslega. „Þetta er erfiður vegur. Ég hangi svona. Ég vildi samt óska þess að mamma væri hérna hjá mér.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka