Einkunn McDonalds lækkaði á meðan Trump mannaði vaktina

Uppátækið gladdi fylgjendur forsetaframbjóðandans.
Uppátækið gladdi fylgjendur forsetaframbjóðandans. Ljósmynd/Win McNamee

Bandaríska smáforritið Yelp þurfti að slökkva á athugasemdum hjá skyndibitastaðnum McDonalds í Pennsylvania-fylki á meðan Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, mannaði vaktina á sunnudag.

Trump, sem hefur lengi verið mikill aðdáandi skyndibitakeðjunnar, djúpsteikti franskar og afgreiddi viðskiptavini í gegnum bílalúguna á sunnudag til að vekja frekari athygli á forsetaframboði sínu, en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta þann 5. nóvember næstkomandi.

Neikvæðar umsagnir flæddu inn

Þúsundir neikvæðra umsagna flæddu inn á smáforritið frá pólitískum andstæðingum Trump og lækkaði stjörnugjöf skyndibitastaðarins sívinsæla í kjölfarið, en fjölmargir gáfu McDonalds-staðnum eina stjörnu.

„Frönsku kartöflurnar voru of saltar. Þær brögðuðust eins og einhver hefði tapað mikilvægri kosningabaráttu, staðið yfir þeim og grátið í klukkustund, skrifaði einn gagnrýnandi Trump.

Uppátækið vakti þó einnig lukku meðal fylgjenda forsetaframbjóðandans og voru þó nokkrir sem komu honum til varnar á smáforritinu og gáfu honum hrós sem og fimm stjörnu einkunn.

„Besti McDonalds sem ég hef heimsótt síðustu 47 árin. Eldri maðurinn í bílalúgunni var einstaklega almennilegur,“ ritaði einn fylgjandi Trump sem nældi sér í hamborgaramáltíð á sunnudag.

View this post on Instagram

A post shared by New York Post (@nypost)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt þér að undanförnu. Það rofar til seinna í næstu viku. Makinn kemur þér á óvart.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt þér að undanförnu. Það rofar til seinna í næstu viku. Makinn kemur þér á óvart.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Ragnar Jónasson