Harry var lamb leitt til slátrunar

Harry og Meghan eru ekki að ná að fóta sig …
Harry og Meghan eru ekki að ná að fóta sig í lífinu. AFP

Tina Brown fyrrum ritstjóri Vanity Fair segir að þau verkefni sem Meghan hafi valið séu alger della og að Harry prins hafi fylgt henni í blindni rétt eins og lamb leitt til slátrunar.

Brown segist vera sorgmædd yfir hversu barnalegur Harry hafi reynst og hvernig hann hafi sólundað velvilja bresku þjóðarinnar.

„Málið með Harry er að hann er mjög góður í því að vera Harry prins,“ sagði Brown í hlaðvarpsþættinum The Ankler. „Þar liggur harmleikurinn. Hann er án nokkurs vafa sá allra hæfileikaríkasti innan konungsfjölskyldunnar í þeim skilningi að hann er góður í hlutverki prinsins. Það er það eina sem hann kann. Hann leikur það hlutverk fullkomlega.“

„Vandamálið með Meghan er að dómgreindin hennar er svo slök. Það er enginn með verri dómgreind en hún í öllum heiminum. Hún hlustar ekki. Hún er með allt þetta fólk í kringum sig, leitar ráða en fylgir svo ekki ráðunum. Hún gerir bara það sem hún vill og því miður eru allar hennar hugmyndir tóm þvæla.“

„Þegar Harry kynntist Meghan þá var hann svo hrifin af henni. Hann taldi hana vita allt. Hún sannfærði hann um að hún væri sjóuð í Hollywood geiranum og gæti búið til stjörnur úr þeim. Hann bara fylgdi henni rétt eins og lamb leitt til slátrunar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson