Nældi sér í yngri mann

Ástin bankaði upp á í sumar.
Ástin bankaði upp á í sumar. Samsett mynd

Írska leikkonan Nicola Coughlin, best þekkt fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum Derry Girls og Bridgerton, er sögð vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Jake Dunn og er leikari. Töluverður aldursmunur er á parinu, eða 13 ár. Coughlin er 37 ára en Dunn aðeins 24 ára. 

Skötuhjúin eru talin hafa byrjað að stinga nefjum saman fyrir ekki alllöngu en þau hafa nokkrum sinnum sést saman á undanförnum vikum. 

Parið sást meðal annars í mannþrönginni á tónlistarhátíðinni All Points East í ágúst og var einnig myndað á röltinu í Lundúnum nú á dögunum. 

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

Hávær orðrómur um eldheitt ástarsamband á milli Coughlin og mótleikara hennar í Bridgerton, Luke Newton, fór á kreik í júní þegar þau mættu hönd í hönd á frumsýningu nýjustu þáttaraðarinnar, sem er ósk margra aðdáenda, en parið er bara góðir vinir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar