Ömmur hefðu fengið hjartaáfall

​Paul Di’Anno var litríkur náungi.
​Paul Di’Anno var litríkur náungi. Wikimedia

„Gaurarnir í Iron Maiden voru miklir ljúflingar sem auðveldlega hefði mátt kynna fyrir ömmu sinni. Hún hefði dýrkað þá. En hefði amman á hinn bóginn hitt mig hefði hún dáið úr hjarta­áfalli innan mínútu ... Það var ég sem kom með brjálsemina og öfgarnar inn í bandið.“

Þessi orð Pauls Di’Annos úr gömlu viðtali segja sína sögu. Hann var ekki af sama sauðahúsi og félagar hans í breska málmbandinu goðsagnakennda. Di'Anno lést á dögunum, 66 ára að aldri.

Steve Harris bassaleikari stofnaði Iron Maiden 1975 en þegar Di’Anno kom að borði síðla árs 1978 hafði bandið þegar losað sig við tvo söngvara, Paul Day og ­Dennis Wilcock. Ekki svo að skilja að Di’Anno hafi fallið í stafi.

„Gamli söngvarinn þeirra var með kauðalegt sverð og gerviblóð lak út um munnvikin. Við félagarnir vorum að pissa á okkur úr hlátri,“ hefur breska blaðið The Guardian eftir Di‘Anno. „En þegar við byrjuðum að spila saman féll allt eins og flís við rass.“

Ofboðslega ágeng rödd

Di’Anno fæddist Chingford, Essex 1958. Hann söng á fyrstu tveimur hljóðversplötum Maiden, Iron Maiden, 1980 og Killers, 1981. Þær þóttu slá nýjan tón í framsæknu þungarokki og eru almennt álitnar hrárri og undir meiri pönkáhrifum en það efni sem síðar kom – enda þótt pönk hafi alla tíð verið eitur í beinum Steve Harris.

​Di’Anno ásamt Steve Harris, stofnanda Iron Maiden.
​Di’Anno ásamt Steve Harris, stofnanda Iron Maiden.


Hrá og ágeng rödd Di’Annos gefur þessum fyrstu tveimur plötum allt annan blæ en há, tilkomumikil og óperuskotin rödd Bruce Dickinsons sem leysti hann af hólmi áður en The Number of the Beast kom út 1982. „Röddin mín er og verður alltaf ofboðslega ágeng og það hjálpaði til við að gera þessar fyrstu tvær plötur að því sem þær eru,“ sagði Di‘Anno í samtali við Classic Rock Revisited árið 2005.

Di'Annos er minnst með fleiri orðum í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt þér að undanförnu. Það rofar til seinna í næstu viku. Makinn kemur þér á óvart.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt þér að undanförnu. Það rofar til seinna í næstu viku. Makinn kemur þér á óvart.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Ragnar Jónasson