Tvíburar sem tekið var eftir

Tvíburasysturnar ​Pier Angeli (t.v.) og Marisa Pavan árið 1955.
Tvíburasysturnar ​Pier Angeli (t.v.) og Marisa Pavan árið 1955.

Ítölsku tvíburasysturnar Pier Angeli og Marisa Pavan settu sterkan svip á Hollywood á sjötta áratugnum. Lífið fór þó ólíkum höndum um þær; önnur dó ung en hin varð fjörgömul.

„Meðan Anna var léttlynd og ófyrirsjáanleg var Marisa íbyggin og innhverf. Leikur hennar [Marisu] var hljóðlátari og hófstilltari, en hreyfði samt við fólki.“

Þannig lýsti bandaríski söngvarinn Vic Damone ítölsku tvíburasystrunum Pier Angeli og Marisu Pavan í endurminningum sínum en hann var um tíma kvæntur þeirri fyrrnefndu. 

Systurnar fæddust í Cagliari árið 1932 og hlutu nöfnin Anna Maria og Maria Luisa Pierangeli.

Tökunafn Önnu Mariu er gagnsætt; ættarnafnið klofið í tvennt, en tökunafn Mariu Luisu langsóttara. Marisa er að vísu skírnarnöfn hennar brædd saman en eftirnafnið sótti hún til ítalsks hershöfðingja af gyðingaættum sem fjölskylda þeirra systra veitti skjól á heimili sínu í Róm í seinna stríði.

Hjónin Marisa Pavan og Jean-Pierre Aumont bregða á leik árið …
Hjónin Marisa Pavan og Jean-Pierre Aumont bregða á leik árið 1973. AFP

Angeli var tápmeiri og frakkari en systir hennar og átti auðvelt með að heilla fólk upp úr skónum. Fyrir vikið vakti hún fyrr athygli í Hollywood. Ekki var þó allt sem sýndist hjá grallaranum og í viðtali löngu síðar hvatti hún allar stúlkur til að ríghalda í æsku sína. „Áföll reka á eftir þroska manns. 13 ára leið mér strax eins og gamalli konu. Ég sá föður minn deyja og hræðilega hluti í stríðinu á Ítalíu. Þess vegna langar mig að segja við allar skólastelpurnar sem geta ekki beðið eftir að verða fullorðnar og fágaðar: Hafið þetta einfalt, ekki fullorðnast of hratt. Það er nógur tími til að vera gamlar.“

Angeli var mikið í kastljósi fjölmiðlanna á þessum tíma, ekki síst vegna ástarsambands síns við leikarann James Dean. 

Tilnefnd til Óskarsverðlauna

Ferill Pavan fór hægar af stað en það var vinur hennar, Albert R. Broccoli, sem síðar átti eftir að framleiða ófáar James Bond-myndirnar, sem hvatti hana til að reyna fyrir sér í leiklist. Pavan hafði leikið á móti Robert Wagner í stríðsmyndinni What Price Glory 1952 og á móti Alan Ladd í vestranum Drum Beat 1954 þegar stóra tækifærið kom, hlutverk dótturinnar í The Rose Tattoo eftir Daniel Mann sem byggðist á samnefndu verðlaunaleikriti Tennessees Williams.

Hlutverkið var að vísu upphaflega ætlað systur hennar en þar sem Angeli var vant við látin varð Pavan fyrir valinu. Til að gera langa sögu stutta sló hún rækilega í gegn í myndinni, vann Gullhnöttinn fyrir bestan leik í aukahlutverki og var tilnefnd til sjálfra Óskarsverðlaunanna.

Systurnar áttu mismarga daga fyrir höndum, Angeli lést aðeins 39 ára en Pavan varð 91 árs. 

Nánar er fjallað um þær í Sunnudagsblaðið Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt þér að undanförnu. Það rofar til seinna í næstu viku. Makinn kemur þér á óvart.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt þér að undanförnu. Það rofar til seinna í næstu viku. Makinn kemur þér á óvart.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Ragnar Jónasson