Barnastjarna syrgir nýfædda dóttur sína

De La Garza fagnaði komu barnsins ásamt fjölskyldu sinni fyrir …
De La Garza fagnaði komu barnsins ásamt fjölskyldu sinni fyrir nokkrum vikum. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Madison De La Garza, best þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Desperate Housewives, syrgir dóttur sína sem lést skömmu eftir að hafa verið tekin með bráðakeisaraskurði í lok septembermánaðar. 

De La Garza, sem er yngri systir leik- og söngkonunnar Demi Lovato, greindi frá andláti stúlkunnar, sem hlaut nafnið Xiomara, á Instagram-síðu sinni á sunnudag. 

„Að kvöldi 27. september, eftir að hafa gengist undir bráðakeisaraskurð, fengum við Ryan dóttur okkar í fangið í fyrsta sem og síðasta sinn.

Takk elsku Xiomara fyrir að gera okkur að foreldrum hins fullkomnasta engils á himnum. Mamma og pabbi elska þig,“ skrifaði De La Garza við færsluna sem ríflega 90.000 manns hafa sett hjarta við. 

„Engill í öllum skilningi þess orðs“

Lovato var á meðal þeirra sem rituðu athugasemd við færslu De La Garza.

„Ég elska þig svo mikið Xiomara. Engill í öllum skilningi þess orðs. Ég verð frænka þín að eilífu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård