Skaut á gagnrýnendur með frumlegum hrekkjavökubúningi

Lizzo.
Lizzo. Ljósmynd/AFP

Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, best þekkt undir listamannsnafninu Lizzo, er heldur betur með húmorinn í lagi og óhrædd við að gera grín að athugasemdum netverja er varða þyngdartap hennar og getgátur um notkun sykursýkislyfsins Ozempic.

Tónlistarkonan, best þekkt fyrir slagara á borð við Juice, Good as Hell og Truth Hurts, ákvað að taka heilsuna föstum tökum fyrir örfáum árum síðan og hefur verið dugleg að deila afrakstrinum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.

Hún hefur þvertekið fyrir að hafa nýtt sér svokallaðan grenningarmátt Ozempic þrátt fyrir sögusagnir og ýkjusögur og segist huga vel að mataræði sínu og rækta bæði líkama og sál.

Í tilefni af hrekkjavöku, einum dularfyllsta degi ársins, ákvað Lizzo að frumsýna hrekkjavökubúning sinn á samfélagsmiðlasíðunni Instagram um helgina og það má með sanni segja að hann hafi vakið mikla hrifningu hjá fylgjendum hennar.

Lizzo, sem hefur barist ötullega fyrir eflingu jákvæðrar líkamsímyndar og geðheilbrigði, hannaði hrekkjavökubúning sinn með það í huga, en tónlistarkonan klæddi sig upp sem pilluglas, Lizzo-pilluglas, sem inniheldur töflu sem eflir sjálfstraust og dregur úr sektarkennd.

Fylgjendur hennar voru afar hrifnir af búningnum en mörgum fannst að lyfið hefði átt að kallast Lizzempic.

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt þér að undanförnu. Það rofar til seinna í næstu viku. Makinn kemur þér á óvart.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt þér að undanförnu. Það rofar til seinna í næstu viku. Makinn kemur þér á óvart.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Ragnar Jónasson