Bandarískur háskólanemi hefur hlotið mikla gagnrýni á netinu eftir að myndskeið af honum úr hrekkjavökupartíi var dreift á samfélagsmiðlum um síðustu helgi.
Myndskeiðið sýnir drenginn, sem er hvítur á hörund, í svonefndu „blackface“-gervi, en hann kaus að klæða sig upp sem rapparinn Sean „P. Diddy“ Combs í tilefni af hrekkjavöku.
Kærasta drengsins kemur einnig fyrir í myndskeiðinu og er hún klædd upp sem Johnson’s baby-barnaolía.
Búningur parsins virðist því gera grín af fjölda ásakana um kynferðisofbeldi á hendur bandaríska rapparanum, en alríkislögreglan fann hátt í 1.000 flöskur af barnaolíum og sleipiefnum við leit á heimili rapparans fyrr á þessu ári.
Fjölmargir rituðu athugasemdir við færsluna, sem hefur nú verið fjarlægð, og sögðu þetta ógeðfellt athæfi og óvirðingu við svart fólk og fórnarlömb Combs.
Réttarhöld yfir rapparanum munu hefjast 5. maí á næsta ári. Combs verður ekki sleppt lausum gegn tryggingu og verður á bak við lás og slá fram að réttarhöldunum.