Tammi Menendez tjáir sig um endurskoðun á máli Menendez-bræðra

Tammi og Erik Menendez giftu sig árið 1999.
Tammi og Erik Menendez giftu sig árið 1999. Youtube/Skjáskot

Tammi Menendez, eiginkona Erik Menendez, hefur opinberað álit sitt á breytingum á máli Menendez-bræðra. Héraðssaksóknari í Los Angeles hefur mælt fyrir að mál Eriks og Lyles Menendez verði endurskoðað.

Þeir afplána nú lífstíðardóm vegna morðanna á foreldrum þeirra, Kitty og José Menendez, í ágúst árið 1989.

Dómur Menendez-bræðra vakti mikla athygli vestanhafs snemma á tíunda áratugnum og hefur áhugi á málinu vaknað aftur eftir að þættirnir Monsters fóru í sýningu á Netflix. En þættirnir gera sögu þeirra bræðra, uppeldi og aðdragandanum að morðunum góð skil. 

„Í gær var erfiður og tilfinningaþrunginn dagur,“ skrifaði Tammi á X þann 25. október. „Ég er þakklát DA Gascon fyrir hugrekki hans til að sækjast eftir endurupptöku málsins.“

Erik og Lyle Menendez sitja enn í fangelsi fyrir morðin …
Erik og Lyle Menendez sitja enn í fangelsi fyrir morðin á foreldrum sínum árið 1989. Youtube/Skjáskot

Margir styðja ákvörðun saksóknarans

Héraðssaksóknari í Los Angeles hélt blaðamannafund þann 24. október þar sem hann lýsti yfir að hann mælti með að dæmt yrði í máli bræðranna að nýju svo þeir ættu möguleika á skilorði.

Ákvörðun saksóknarans er byggð á nýjum gögnum sem styðja við það sem áður hefur komið fram, að bræðurnir hafi verið misnotaðir kynferðislega af föður sínum.

Dómaranum hefur verið hrósað fyrir ákvörðunina, m.a. af Kim Kardashian sem hefur látið mál bræðranna sig varða.

Þá hefur Cooper Koch, sem lék Erik í Monsters þáttunum, einnig tekið í sama streng með Kardashian.

Samband Eriks og Tammi Menendez hófst með bréfaskriftum árið 1993, þegar hún var gift öðrum manni. Erik sagði sjálfur í viðtali að fyrsta bréfið frá Tammi stæði út úr þeim fjölda aðdáendabréfa sem hann fékk send í fangelsið.

Þau skrifuðust á um nokkurn tíma. Hún heimsótti Erik fyrst í Folsom State-fangelsið í ágúst 1997, þá fráskilin. Þau giftu sig svo árið 1999.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka