Adidas og Kanye West ná sáttum

Kanye West tapaði millörðum eftir að Adidas rauf samning hans …
Kanye West tapaði millörðum eftir að Adidas rauf samning hans við vörumerkið. AFP

Þýska íþrótta­vöru­fyr­ir­tækið Adi­das og banda­ríski rapp­ar­inn Kanye West hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að binda enda á öll mála­ferli á milli þeirra án nokk­urra fjár­skipta.

Adi­das og West, sem geng­ur nú und­ir nafn­inu Ye, hafa staðið í deil­um frá ár­inu 2022 eft­ir að Adi­das rauf átta ára samn­ing hans við fyr­ir­tækið en Ye tapaði millj­örðum í kjöl­farið.  

Það gerðist í kjöl­far þess að Ye lét and­gyðinga­leg um­mæli falla í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum. Hann lýsti meðal ann­ars yfir hrifn­ingu sinni á nas­ist­um og aðdáun á Ad­olf Hitler. 

Selja eft­ir­stand­andi hluta­bréf

Ye hannaði meðal ann­ars föt og skó fyr­ir Yeezy-línu Adi­das en fyr­ir­tækið sat uppi með stór­an lag­er af fatnaði og skóm eft­ir að það rifti samn­ingn­um. Síðastliðið ár hef­ur Adi­das selt stór­an hluta af Yeezy-vör­un­um og gefið ágóðann til frjálsra fé­laga­sam­taka.

Eft­ir­stand­andi hluta­bréf Yeezys verða seld í árs­lok að sögn fé­lags­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þér er lagið að ná árangri í rannsóknum á nánast hvaða sviði sem er í dag. Byrjaðu á því að standa við gömul loforð, svo geturðu byrjað á þeim nýju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þér er lagið að ná árangri í rannsóknum á nánast hvaða sviði sem er í dag. Byrjaðu á því að standa við gömul loforð, svo geturðu byrjað á þeim nýju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir