Gamanleikari dæmdur fyrir þátttöku í óeirðum

Í kjölfar handtökunnar var leikarinn settur á svartan lista í …
Í kjölfar handtökunnar var leikarinn settur á svartan lista í Hollywood. Skjáskot/IMDb

Bandaríski gamanleikarinn Jay Johnston, best þekktur fyrir leik sinn í þáttaröðum á borð við Bob's Burgers og Arrested Development, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir hlutverk sitt í óeirðunum á Capitol Hill í Washington í ársbyrjun 2021. 

Saksóknari krafðist þyngri refsingar yfir Johnston þar sem hann sýndi litla sem enga samkennd eða iðrun fyrir verk sín. Farið var fram á 18 mánaða fangelsisdóm.

Þann 6. jan­úar 2021 réðst æstur hópur stuðn­ings­manna Don­alds Trump, frá­far­andi Banda­ríkja­for­seta, að þing­hús­inu í Was­hington þegar öld­unga­deild­ar­þingið var í þann mund að ganga frá form­legri stað­fest­ingu úrslita for­setaskosn­ing­anna 2020 þar sem Joe Biden stóð uppi sem sigurvegari. 

Johnston, 56 ára, var handtekinn í júní í fyrra. Hann játaði sig sekan um að hafa komið í veg fyrir aðgerðir lögreglu og einnig fyrir að hafa ráðist að lögreglumanni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka