Scary Movie snýr aftur á hvíta tjaldið

Scary Movie mætir aftur.
Scary Movie mætir aftur. Skjáskot/Instagram

Wayans-bræðurnir, Marlon og Shawn, eru með nýja Scary Movie-mynd í bígerð. Myndin, sem er sambland af hrollvekju og gamanmynd, verður sú sjötta í röðinni, en 24 ár eru liðin frá því að fyrsta myndin í seríunni leit dagsins ljós.

Scary Movie-serían er gamansöm skopstæling á nokkrum af þekktustu hrollvekjum kvikmyndasögunnar og má þar nefna The Exorcist, Poltergeist, Scream, I Know What You Did Last Summer, The Ring og Saw.

Margir bíða í ofvæni

Marlon greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni á þriðjudag og er greinilegt að margir bíða í ofvæni eftir nýjustu myndinni, en hátt í 700.000 manns hafa þegar líkað við færsluna og margar þekktar Hollywood-stjörnur, þar á meðal Lizzo, ritað athugasemdir og beðið um hlutverk í myndinni.

„Við erum mætt aftur!!! Eftir ríflega 20 ár ætla Wayans-bræðurnir loksins að gefa aðdáendum það sem þeir hafa beðið eftir...Scary Movie snýr aftur,“ skrifaði leikarinn meðal annars við mynd af sér og Ghostface.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka