Teri Garr látin

Teri Garr.
Teri Garr. Skjáskot/IMDb

Bandaríska leikkonan Teri Garr er látin 79 ára að aldri. 

Kynningarfulltrúi leikkonunnar staðfesti andlátið í samtali við fjölmiðla í gærdag. 

Garr var sennilega þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Tootsie frá árinu 1982. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Sandy Lester. 

Margir muna einnig eftir henni í hlutverki Ingu í Young Frankenstein og Phoebe Abbott í gamanþáttaröðinni Friends. 

Garr greindist með taugasjúkdóminn MS, Multiple sclerosis, árið 2002 og hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma. Hún lék sitt síðasta hlutverk árið 2011 í þáttaröðinni How to Marry a Billionaire. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka