Hrekkjavökubúningurinn huldi ekki mikið

Harlow var í einstaklega góðu stuði.
Harlow var í einstaklega góðu stuði. Skjáskot/Pinterest

Hrekkjavökubúningur kanadísku ofurfyrirsætunnar Winnie Harlow vakti athygli veislugesta er hún mætti í hrekkjavökupartí í Los Angeles á miðvikudagskvöldið.

Harlow, sem heitir réttu nafni Chantelle Whitney Brown-Young, klæddi sig upp sem diskódrottningin Diana Ross og mætti í partíið íklædd gegnsæjum samfestingi sem skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið. Glitrandi skrautsteinar huldu hennar heilagasta.

Ross klæddist sams konar búningi á plötuumslagi hljómplötunnar Everything is Everything sem kom út árið 1970.

Harlow, 30 ára, er með sjálfsofnæmissjúkdóminn skjallblettir (e. vitiligo) og hefur vakið mikla athygli á sjúkdómnum, enda neitar hún að hylja húðblettina og fagnar þeim frekar.

Hún skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna árið 2016 þegar hún gerðist fyrsta fyrirsætan með sjúkdóminn til að ganga tískupallinn fyrir undirfatarisann Victoria’s Secret.

Síðan þá hefur hún gengið tískupalla fyrir stærstu og þekktustu tískuhús í heimi og prýtt forsíður allra helstu tískutímarita.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi