Sonur Kim K. hæddist að forsetaframbjóðanda

Netverjar deila vangaveltum um hvort Kim Kardashian hafi staðið á …
Netverjar deila vangaveltum um hvort Kim Kardashian hafi staðið á bak við prakkarastrik sonar síns. Samsett mynd/Instagram

Youtube-reikningi Saint West, sonar Kim Kardashian og Kanye West, var lokað eftir að hann birti skopmyndband til að hæða Kamölu Harris.

Youtube-reikningur hins átta ára gamla West var opnaður í september með notendanafninu @TheGoatSaint. Ekki er lengur hægt að nálgast efni á reikningi hans vegna téðs skopmyndbands.

Í myndbandinu blótar teiknimyndapersóna því í sand og ösku að hún hafi stigið í skít. Undir skó teiknimyndapersónunnar hefur verið klippt inn mynd af Harris. Skjáskoti af Harris undir skónum var í kjölfarið dreift víða á netinu. 

Harris undir skó teiknimyndapersónu í skopmyndbandi.
Harris undir skó teiknimyndapersónu í skopmyndbandi. Skjáskot/Page Six

Þá hafa netverjar velt upp þeirri spurningu hvort Kardashian hafi átt einhvern þátt í að hlaða vídeóinu inn á Youtube. 

Aðrir grínast með að sjaldan falli eplið langt frá eikinni, því sjálfur Kanye West er sagður gallharður stuðningsmaður Trumps. 

Kim Kardashian hefur hins vegar ekki gefið út opinberlega hvern hún hyggst kjósa í komandi kosningum, hvort það verði Harris eða Trump.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi