Haldið er upp á Dag hinna dauðu (s. Día de los Muertos) á Hafnartorgi í Reykjavík í dag. Hátíðarhöldin hófust klukkan 13 og er ætlað að þeim ljúki fyrir klukkan 18, en þá verður haldið mexíkóskt bingó fyrir fullorðna.
Skipulag hátíðarinnar er í höndum mexíkóska veitingastaðarins Fuego í samstarfi við Félag Mexíkóa á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu.
„Dagur hinna dauðu er minningardagur, þegar fjölskyldur heiðra minningu látinna ástvina sinna og fagna lífi þeirra. Dagurinn er tími umhugsunar og gleði, þess að þekkja að dauðinn er hluti af lífi mannanna, og tækifæri til að fagna lífinu gegnum altari, tónlist, mat og list,“ segir í tilkynningunni.