Rakst á vini vina vina sinna í rúminu

Gunter Sachs og Mirja Larsson hlupu saman gegnum lífið. ​
Gunter Sachs og Mirja Larsson hlupu saman gegnum lífið. ​ AFP

Þýski ljósmyndarinn og glaumgosinn Gunter Sachs rataði í Fólk í fréttunum í Morgunblaðinu árið 1964 og var þá í smá veseni.

„Hinn þrítugi þýzki playboy, Gunter Sachs, setti fyrir nokkrum dögum skilti á útidyrnar í íbúð sinni í París. Á því stendur á frönsku, ensku og þýzku: Eruð þér viss um að yður hafi verið boðið? Sachs hafði nefnilega fyrir stuttu rekizt á bláókunnugar manneskjur – vini vina vina sinna – í rúminu sínu um hádegisbilið,“ stóð í fréttinni. 

Síðar komst Sachs reglulega í fréttirnar hér heima vegna hjónabands þeirra frönsku leikkonurnar Brigitte Bardot. Því lauk með skilnaði 1969. 

Litfríð og ljóshærð

Það var svo miðillinn Samtíðin sem skúbbaði því snemma árs 1970 að Sachs væri giftur í þriðja sinn og að sú heppna væri sænska auðmannsdóttirin Mirja Larsson, „litfríð og ljóshærð, eins og margt kvenfólk í Svíþjóð“.

​Sachs var giftur Brigitte Bardot frá 1966 til 1969.
​Sachs var giftur Brigitte Bardot frá 1966 til 1969. AFP


Vísað var í þýskt viðtal við Sachs, þar sem hann bar Bardot og Larsson saman: „Mirja kemur mér fyrir sjónir eins og gotnesk María mey, Brigitte finnst mér eins og veiðiköttur, sem gengur á tveim fallegum fótum.“

Hann viðurkenndi að ást hans á Larsson væri talsvert hóflegri en ást hans á Bardot. „Ég varð ástfangnari í Brigitte en nokkurri annarri stúlku. Ég var eins og eldingu lostinn.“

Sachs kvaðst fyrst og fremst hafa kvænst Larsson til að eignast skilgetin börn og þóttist fullviss um að hjónabandið myndi duga ævilangt.

Hvort tveggja rættist.

Nánar er fjallað um Gunter Sachs í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.   

 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson