Faðir brúðarinnar gleymdi mikilvægum hlut

Brúðguminn skellihló!
Brúðguminn skellihló! Samsett mynd

Ein dýrmætasta og tilfinningaþrungnasta stund í lífi feðra er þegar þeir fá að fylgja dætrum sínum inn kirkjugólfið á brúðkaupsdaginn, enda sannkölluð tímamótastund. Það gengur þó ekki alltaf snurðulaust fyrir sig, líkt og hjá föður brúðar í Yorkshire, eða Jórvíkurskíri eins og sagt er á góðri íslensku, nú á dögunum.

Faðirinn var eitthvað annars hugar þegar stóra stundin rann upp og gleymdi brúðinni. Hann gekk einsamall í átt að brúðgumanum áður en hann var sóttur og sendur til baka til að sækja dóttur sína sem stóð skellihlæjandi við hinn enda gangsins.

Allt fór þó vel og enduðu feðginin á að ganga samstiga inn kirkjugólfið við mikinn fögnuð gesta.

Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fengið skemmtileg viðbrögð, enda stund sem gerir daginn án efa eftirminnilegri fyrir brúðhjónin, foreldra þeirra og aðra brúðkaupsgesti.

@yorkshire_folk Father of the Bride forgets the Bride 😂😂😂@Bianca Blezard Violin ♬ original sound - Yorkshire Folk
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka