Quincy Jones er látinn

Quincy Jones árið 2017.
Quincy Jones árið 2017. AFP/Chris Delmas

Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Quincy Jones, sem starfaði með Michael Jackson, Frank Sinatra og fjölda annarra er látinn, 91 árs gamall.

BBC greindi frá þessu. 

Upplýsingafulltrúi Jones, Arnold Robinson, sagði að hann hefði fallið frá á friðsamlegan hátt í gærkvöldi á heimili sínu í Bel Air í borginni Los Angeles.

Quincy Jones árið 2014.
Quincy Jones árið 2014. AFP/Joël Saget

„Í nótt, með barmafull en brostin hjörtu þurfum við deila fréttum af andláti föður okkar og bróður, Quincy Jones. Þrátt fyrir að þetta sé mikill missir fyrir fjölskyldu okkar þá fögnum við því frábæra lífi sem hann lifði og vitum að enginn mun jafnast á við hann,“ sagði fjölskylda hans í yfirlýsingu.

Jones var þekktastur fyrir að taka upp plötuna feikivinsælu Thriller með Michael Jackson.

Quincy Jones með Grammy-verðlaun árið 1990.
Quincy Jones með Grammy-verðlaun árið 1990. AFP/Maria Bastone

Vann 28 Grammy-verðlaun

Ferill Jones spannaði yfir 75 ár. Hann vann 28 Grammy-verðlaun og var nefndur einn áhrifaríkasti djasstónlistarmaður 20. aldar af tímaritinu Time.

Hann stjórnaði upptökum á góðgerðarlaginu We Are The World frá árinu 1985.

Jones samdi einnig tónlist við yfir 30 kvikmyndir, þar á meðal Heat of the Night, The Color Purple og The Italian Job.  

Jones á æfingu með sinfóníuhljómsveit Lille fyrir Montreux-djasstónlistarhátíðina árið 1993.
Jones á æfingu með sinfóníuhljómsveit Lille fyrir Montreux-djasstónlistarhátíðina árið 1993. AFP/Patrick Kovarik

Vann náið með Frank Sinatra

Fyrr á ferli sínum vann Jones náið með Frank Sinatra og endurgerði lag hans Fly Me To The Moon með því að breyta því úr valsi í sveiflu.

Jones starfaði fyrst með Michael Jackson við kvikmyndina The Wiz þegar sá síðarnefndi var 19 ára.  Þeir störfuðu saman í áratugi og tók Jones upp plötur hans Off the Wall, Thriller og Bad.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir