„Þetta er ljót mynd“

Vivian Ólafsdóttir í Eftirleikjum.
Vivian Ólafsdóttir í Eftirleikjum.

Fyrsta kvik­mynd Ólafs Árheim, Eft­ir­leik­ir, er ógn­ar­tryll­ir, að sögn leik­stjór­ans. Það sést líka vel á stiklunni en þó virðist örla á gam­an­söm­um tóni og þá í svart­ari kant­in­um.

Ólaf­ur seg­ist hafa byrjað að skrifa hand­rit mynd­ar­inn­ar árið 2016 og hófst fram­leiðsla ári síðar. Það er býsna lang­ur tími og seg­ir Ólaf­ur tíma­frekt að gera kvik­mynd upp á eig­in spýt­ur og fjár­magna hana úr eig­in vasa. „Það tek­ur oft mörg ár,“ bend­ir hann á.

Ólaf­ur hef­ur gert stutt­mynd­ir allt frá níu ára aldri. „Ég ól sjálf­an mig upp á kvik­mynd­um og kvik­mynda­gerð og komst inn í Kvik­mynda­skól­ann 17 ára, árið 2012 eða ‘13 en gat að vísu ekki byrjað í skól­an­um fyrr en ég var orðinn 18 ára, ég þurfti að fá náms­lán og svona,“ seg­ir Ólaf­ur frá.

Þrátt fyr­ir að Ólaf­ur væri ung­ur að árum gekk námið vel og hann hlaut verðlaun fyr­ir bestu út­skrift­ar­mynd árið 2015. „Ég kom úr Kvik­mynda­skól­an­um með dá­lítið stórt egó og taldi mig geta farið að gera mynd í fullri lengd. Sem ég gerði svo reynd­ar en það tók aðeins lengri tíma en ég sá upp­haf­lega fyr­ir,“ seg­ir Ólaf­ur kím­inn.

Hann seg­ir að mynd­in hafi verið tek­in á þrem­ur tíma­bil­um, á ár­un­um 2017, 2019 og 2021. „Það tók tíma að und­ir­búa þetta,“ seg­ir Ólaf­ur, hann hafi unnið að mynd­inni sem sjálf­stæður kvik­mynda­gerðarmaður og m.a. séð um alla eft­ir­vinnslu sjálf­ur.

Leikstjórinn Ólafur Árheim hefur gert stuttmyndir frá 9 ára aldri.
Leik­stjór­inn Ólaf­ur Árheim hef­ur gert stutt­mynd­ir frá 9 ára aldri.

Fólk sem hef­ur orðið fyr­ir áföll­um

Hvers kon­ar mynd er þetta, um hvað er hún?

„Þetta er ljót mynd,“ svar­ar Ólaf­ur, „mynd um fólk sem ger­ir ljóta hluti og glæpi, vissu­lega.“ Sag­an sé sögð frá sjón­ar­horni þessa fólks, sem er þó ekki at­vinn­uglæpa­menn held­ur fólk sem hef­ur orðið fyr­ir áföll­um. „Sem etur til enn frek­ari áfalla og átaka sem ganga milli kyn­slóða. Þaðan kem­ur nafnið, Eft­irleik­ir,“ út­skýr­ir Ólaf­ur og vís­ar í texta á síðu Laug­ar­ás­bíós um mynd­ina. Þar seg­ir að hún fjalli um eft­ir­leiki of­beld­is­fullra átaka á milli nokk­urra ein­stak­linga sem eigi sér stað á þrem­ur mis­mun­andi tíma­punkt­um yfir þrjá ára­tugi. „Hver at­b­urður er tengd­ur hinum í gegn­um langvar­andi af­leiðing­ar og leiðir per­són­urn­ar að lok­um til frum­legra hefnd­araðgerða,“ seg­ir á vefn­um.

Ólaf­ur legg­ur áherslu á að Eft­ir­leik­ir sé bíó­mynd, gerð til sýn­inga í kvik­mynda­húsi. „Það er mín skoðun að sjón­varpsþætt­ir séu fyr­ir sjón­varp og bíó­mynd­ir fyr­ir bíó, þetta á ekk­ert að vera flókið,“ seg­ir hann kím­inn. Hann nefn­ir sem dæmi hljóðvinnsl­una, hljóðið sé ætlað öfl­ugu kerfi líkt og því sem finna megi t.d. í Laug­ar­ás­bíói.

Þrír helstu leik­ar­ar mynd­ar­inn­ar eru þau Vi­vi­an Ólafs­dótt­ir, Jó­hann G. Jó­hanns­son og Andri Freyr Sig­urpáls­son, sem öll hafa þegar hlotið verðlaun fyr­ir frammistöðu sína í henni. Andri hlaut verðlaun á hátíðinni Cinema Scares fyrr á ár­inu og Vi­vi­an og Jó­hann á PIFF, kvik­mynda­hátíð sem hald­in hef­ur verið í nokk­ur ár á Ísaf­irði.

Jóhann G. Jóhannsson í Eftirleikjum.
Jó­hann G. Jó­hanns­son í Eft­ir­leikj­um.

„And­rúms­loftið er glettn­is­legt“

Leik­ar­arn­ir þrír eru áber­andi í stiklu mynd­ar­inn­ar, sem kom blaðamanni skemmti­lega á óvart því þótt mynd­in sé greini­lega of­beld­is­full má líka finna spaugi­leg atriði. Ólaf­ur staðfest­ir það og seg­ir áhorf­end­ur gjarn­an mega hlæja líka. „And­rúms­loftið er glettn­is­legt, það er and­stæður að finna í því,“ seg­ir hann. „Þótt þetta séu myrk mál­efni eru það and­stæðurn­ar sem skipta máli.“

Blaðamaður kann­ast við aðalleik­ar­ana Jó­hann G. og Vi­vi­an en ekki þriðja aðalleik­ar­ann, Andra. Hver skyldi það vera? „Þetta er svo­lítið mynd­in mín og Andra, við vor­um sam­an í Kvik­mynda­skól­an­um og ákváðum fyr­ir mörg­um árum að gera eitt­hvað sam­an og þetta verk­efni varð til upp úr því,“ svar­ar Ólaf­ur.

Hann seg­ir að þótt eitt­hvað sé um of­beldi í mynd­inni sé lítið um nekt. „Ég sýni bara eins mikið og ég tel mig þurfa,“ seg­ir hann.

Viðtalið má lesa í heild í Morg­un­blaði dags­ins, 4. nóv­em­ber. 

Andri Freyr Sigurpálsson fer með eitt af aðalhlutverkum Eftirleikja.
Andri Freyr Sig­urpáls­son fer með eitt af aðal­hlut­verk­um Eft­ir­leikja.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki hika við að verja fé í fasteignir eða annað sem tengist fjölskyldunni. Gerðu áætlanir því þú getur búist við miklum breytingum eftir um þrjár vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki hika við að verja fé í fasteignir eða annað sem tengist fjölskyldunni. Gerðu áætlanir því þú getur búist við miklum breytingum eftir um þrjár vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir