Fallon gerði grín að Trump

Fallon hefur fjallað mikið um Trump síðustu ár.
Fallon hefur fjallað mikið um Trump síðustu ár. Samsett mynd

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon er ekki aðdáandi Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, og hikar ekki við að gera grín að heimskupörum hans í þætti sínum The Tonight Show Starring Jimmy Fallon.

Á mánudag sýndi Fallon myndbandsklippu frá kosningafundi forsetaframbjóðandans sem haldinn var í Wisconsin á föstudag, en klippan sýnir Trump kvarta undan lágum hljóðnemastandi er hann stendur á sviðinu og ræðir við stuðningsmenn sína.

Forsetaframbjóðandinn áttaði sig ekki á því að hann var að tala í tóman hljóðnemastand, með hljóðnemann í hendi sér, og byrjar því að hreyfa höndina upp og niður eftir standinum áður en hann galopnar munninn og byrjar að hreyfa höfuð sitt á svipaðan máta. Þessir taktar minntu marga á munnmök ef marka má brandara Fallon og athugasemdir netverja á samfélagsmiðlum.

Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýjan forseta. Valið stendur á milli Kamölu Harris og Trump og sem stendur er hnífjafnt á milli frambjóðendanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir