Þurfti að bæta við sætum vegna mikillar aðsóknar

Víkingur Heiðar og Yuja Wang á sviðinu í Hörpu.
Víkingur Heiðar og Yuja Wang á sviðinu í Hörpu.

Yuja Wang og Víkingur Heiðar Ólafsson léku saman á tónleikum í Royal Festival Hall í Lundúnum nú á dögunum og heilluðu tónleikagesti með einstökum píanóleik sínum.

Tónleikarnir seldust upp á skotstundu og þurfti að bæta við sætum vegna gríðarlegs áhuga.

Tónlistargagnrýnandi The Guardian, Flora Willson, fer fögrum orðum um píanóleikarana í umsögn sinni og gaf tónleikum þeirra fullt hús stiga, eða fimm stjörnur.

Willson fjallaði um flutning þeirra á tónverkum á borð við Wasserklavier eftir ítalska tónskáldið Luciano Berio, Fantasíu Schuberts í f-moll fyrir fjórhent píanó og Symphonic Dances eftir rússneska tónskáldið Sergei Rachmaninoff og sagði þau hafa spilað af fullkominni nákvæmni og gert áhorfendur orðlausa með hæfileikum sínum.

Víkingur Heiðar og Yuja Wang, tveir af fær­ustu pí­anó­leik­ur­um sam­tím­ans, héldu tónleika í Eldborg í Hörpu þann 20. október síðastliðinn og endurtóku leikinn daginn eftir vegna mikillar aðsóknar. 

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka