Enn koma upp veikindi í Buckingham-höll

Camilla Bretadrottning og Karl III Bretakonungur í opinberri heimsókn á …
Camilla Bretadrottning og Karl III Bretakonungur í opinberri heimsókn á menningarviðburði á Guernsey í sumar. Chris Jackson / POOL / AFP

Camilla Bretadrottning og eiginkona Karls Bretakonungs hefur dregið sig úr öllum opinberum viðburðum á næstunni eftir að hún veiktist af sýkingu í brjósti. Þetta kom fram í tilkynningu frá Buckinghamhöll. 

Camilla átti að koma fram á hinni árlegu minningarathöfn í Westminister Abbey sem fram fer 7. nóvember. Staðgengill hennar á athöfninni mun vera Birgitte hertogaynja af Gloucester. 

Mikið hefur verið um veikindi í Buckinghamhöll. Karl Bretakonungur greindist með krabbamein í febrúar á þessu ári og hefur verið í lyfjameðferð vegna sjúkdómsins. 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa af Wales hafa nýlega snúið aftur til starfa eftir að Katrín lauk lyfjameðferð vegna krabbameins, en hún greindi frá því fyrr á árinu.

Katrín gaf út yfirlýsingu í lok sumars þar sem hún sagði: „Nú þegar sumarið er að líða undir lok get ég ekki lýst því hversu mikill léttir það er að hafa loksins lokið lyfjameðferðinni.“

Þá var Anna prinsessa, yngri systir Karls konungs, lögð inn í fimm daga á Southmead-sjúkrahúsið í sumar vegna heilahristings. Óhapp á landareign hennar í Gatcombe Park varð til þess að hún meiddist á höfði.

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka