Enn koma upp veikindi í Buckingham-höll

Camilla Bretadrottning og Karl III Bretakonungur í opinberri heimsókn á …
Camilla Bretadrottning og Karl III Bretakonungur í opinberri heimsókn á menningarviðburði á Guernsey í sumar. Chris Jackson / POOL / AFP

Camilla Breta­drottn­ing og eig­in­kona Karls Breta­kon­ungs hef­ur dregið sig úr öll­um op­in­ber­um viðburðum á næst­unni eft­ir að hún veikt­ist af sýk­ingu í brjósti. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá Buck­ing­ham­höll. 

Camilla átti að koma fram á hinni ár­legu minn­ing­ar­at­höfn í West­mini­ster Abbey sem fram fer 7. nóv­em­ber. Staðgeng­ill henn­ar á at­höfn­inni mun vera Birgitte her­togaynja af Gloucester. 

Mikið hef­ur verið um veik­indi í Buck­ing­ham­höll. Karl Breta­kon­ung­ur greind­ist með krabba­mein í fe­brú­ar á þessu ári og hef­ur verið í lyfjameðferð vegna sjúk­dóms­ins. 

Vil­hjálm­ur Bretaprins og Katrín prins­essa af Wales hafa ný­lega snúið aft­ur til starfa eft­ir að Katrín lauk lyfjameðferð vegna krabba­meins, en hún greindi frá því fyrr á ár­inu.

Katrín gaf út yf­ir­lýs­ingu í lok sum­ars þar sem hún sagði: „Nú þegar sum­arið er að líða und­ir lok get ég ekki lýst því hversu mik­ill létt­ir það er að hafa loks­ins lokið lyfjameðferðinni.“

Þá var Anna prins­essa, yngri syst­ir Karls kon­ungs, lögð inn í fimm daga á Sout­h­mead-sjúkra­húsið í sum­ar vegna heila­hrist­ings. Óhapp á land­ar­eign henn­ar í Gatcom­be Park varð til þess að hún meidd­ist á höfði.

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nú er komið að því að vinur þinn verður að endurgjalda þér greiða og þitt að koma honum í skilning um það. Reiknaðu út hvað þú átt og hvað þú skuldar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Ívar Örn Katrín­ar­son
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nú er komið að því að vinur þinn verður að endurgjalda þér greiða og þitt að koma honum í skilning um það. Reiknaðu út hvað þú átt og hvað þú skuldar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Ívar Örn Katrín­ar­son
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir