Fékk skammir frá aðdáendum fyrir færslu

McEntire hefur ekki opinberlega stutt frambjóðanda og eru því margir …
McEntire hefur ekki opinberlega stutt frambjóðanda og eru því margir sem telja að þetta hafi verið hennar leið til að greina frá því hver hlaut atkvæði hennar. AFP/Frazer Harrison

Aðdáendur bandarísku sveitasöngkonunnar Rebu McEntire gagnrýndu færslu sem hún birti í tilefni af National Love Your Red Hair Day í gær, á sjálfan kosningadaginn.

Margir voru ósáttir við að hún hefði kosið að heiðra dag rauðhærðra einstaklinga í stað þess að hvetja fylgjendur sína til að ganga í kjörklefann á þessum mikilvæga degi í bandarískri sögu.

McEntire, sem er 69 ára, birti tvær ljósmyndir af sjálfri sér á samfélagsmiðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter, sem báðar sýna eldrauða lokka söngkonunnar.

„Langt eða stutt, hvort sem er, ég elska að vera rauðhærð,” skrifaði sveitasöngkonan við færsluna.

Fjölmargir rituðu athugasemdir við færsluna, sem hefur nú verið fjarlægð, og sögðu að þessi dagur snerist um annað og meira en rautt hár, en þó nokkrir töldu sveitasöngkonuna vera að hvetja fólk til að kjósa Donald Trump á lúmskan máta þar sem rauður hefur lengi verið litur Repúblikanaflokksins. 

Færsla McEntire vakti hörð viðbrögð.
Færsla McEntire vakti hörð viðbrögð. Skjáskot/X
Fjölmargir rituðu athugasemdir.
Fjölmargir rituðu athugasemdir. Skjáskot/X
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson