Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit Skrekks

Átta skólar munu taka þátt í úrslitum Skrekks.
Átta skólar munu taka þátt í úrslitum Skrekks. Ljósmynd/Anton Bjarni

Seljaskóli og Ölduselsskóli komust áfram á úrslitakvöld Skrekks en þriðja og síðasta undanúrslitakvöld keppninnar fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. 

Átta grunnskólar tóku þátt í kvöld en það voru Háteigsskóli, Klettaskóli, Langholtsskóli, Réttarholtsskóli, Rimaskóli, Seljaskóli, Sæmundarskóli og Ölduselsskóli. 

Alls tóku 254 ungmenni þátt í atriðum kvöldsins. 

Seljaskóli komst áfram með atriðið Birgðir á baki hverju sem fjallar um álag á ungt fólk í samfélaginu. Ölduselsskóli komst áfram með atriðið Skólastofan sem fjallar um mistök og vandræðaleg atvik í skólanum. 

Breiðholtsskóli, Hagaskóli, Laugalækjaskóli og Árbæjarskóli komust í úrslit á tveimur fyrri undanúrslitakvöldunum. Tveir skólar til viðbótar munu taka þátt í úrslitunum á mánudag en þeir verða tilkynntir á morgun sem svokölluð „wild-card“. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir