Íslensk athafnakona fagnaði með Trump í Flórída

Heiðdís Rós Reynisdóttir, athafnakona og förðunarfræðingur, var meðal gesta á kosningavöku Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í West Palm Beach í Flórída og deildi meðal annars myndskeiði frá fögnuðinum á Instagram Story.

Í myndskeiðinu sést Trump taka í höndina á skælbrosandi stuðningsfólki sínu rétt áður en hann lýsti yfir sigri á þriðjudag þegar hann ávarpaði lýðinn og þakkaði fyrir stuðninginn. Ef marka má myndskeiðið var Heiðdís Rós í miklu návígi við forsetann er hún fagnaði útkomu kosninganna ásamt hundruðum annarra.

Heiðdís Rós birti einnig myndskeið af sér, íklædd rauðum kjól, lit Repúblikanaflokksins, þar sem hún dásamaði Trump og sagðist vera stolt af útkomunni og full tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Hún viðurkenndi einnig að foreldrar hennar væru lítt hrifnir af pólitískum skoðunum hennar og að þeirra álit skipti engu máli, hún stæði með Trump og skoðunum hans.

Heiðdís Rós ferðaðist til Bandaríkjanna með ESTA-ferðaheimild fyrir rúmum áratug síðan og hefur ekki komið til Íslands síðan þá. 

Ekki náðist í Heiðdísi Rós við vinnslu fréttarinnar.

Heiðdís Rós birti myndskeið af forsetanum.
Heiðdís Rós birti myndskeið af forsetanum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka