Nýtt útlit Evans vekur athygli

Leikarinn fékk mikið hrós fyrir virðulegt útlit sitt.
Leikarinn fékk mikið hrós fyrir virðulegt útlit sitt. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Chris Evans var nær óþekkjanlegur á rauða dreglinum í Lundúnum á miðvikudag. Evans var viðstaddur frumsýningu á jólakvikmyndinni Red One og skartaði þykku skeggi og síðum lokkum.

Evans, 43 ára, brosti og veifaði til aðdáenda sinna er hann gekk niður dregilinn, sem var að vísu grænn á litinn og snævi þakinn, í anda kvikmyndarinnar.

Leikarinn stillti sér upp ásamt mótleikurum sínum, Dwayne Johnson og Lucy Liu, en Óskarsverðlaunahafinn J.K. Simmons, sem fer með hlutverk jólasveinsins í kvikmyndinni, var fjarri góðu gamni. Hann hefur síðustu vikur verið við tökur á kvikmyndinni Reykjavik: A Cold War Saga í hinu sögu­fræga húsi Höfða. 

Netverjar höfðu margt að segja um útlit leikarans en líflegar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlinum Threads og líktu margir honum við eldheitan háskólaprófessor sem kennir við virtan elítuháskóla.

Einn netverji líkti leikaranum við karakter úr rómantískri skáldsögu.
Einn netverji líkti leikaranum við karakter úr rómantískri skáldsögu. Skjáskot/Threads
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir