Þrír grunaðir um aðild að andláti Payne

Liam Payne, einn meðlima One Direction, er látinn aðeins 31 …
Liam Payne, einn meðlima One Direction, er látinn aðeins 31 árs gamall. ANGELA WEISS / AFP

Argentínska lögreglan hefur þrjá einstaklinga til rannsóknar vegna dauða breska söngvarans Liam Payne.

Vefmiðillinn TMZ greindi fyrst frá.

Payne lést í Bu­enos Aires í Arg­entínu fyr­ir þrem­ur vik­um eft­ir að hann féll af þriðju hæð á hót­eli. Krufn­ing hef­ur leitt í ljós að hann hafi hlotið inn­vort­is og út­vort­is blæðing­ar í kjöl­far falls­ins auk annarra áverka.

Tveir hótelstarfsmenn og einn ónefndur „vinur“ Payne eru grunaðir um að eiga þátt í andláti hans, en þeir eru meðal annars sagðir hafa útvegað honum örvandi eiturlyf.

Lögreglan gerði leit á hótelinu í annað sinn á þriðjudag og skoðaði myndefni úr öryggismyndavélum og leitaði að sönnunargögnum í skápum starfsmannanna.

Fjöl­skylda Payne flaug með lík hans aft­ur til Bret­lands á miðvikudag, þremur vik­um eft­ir and­lát hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir