Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne

Söngvarinn Liam Payne lést í Argentínu í síðasta mánuði.
Söngvarinn Liam Payne lést í Argentínu í síðasta mánuði. AFP

Þrír einstaklingar í Argentínu hafa verið handteknir í tengslum við dauða Liam Payne. 

Payne féll fram af svölum á hóteli í höfuðborginni Buenos Aires þann 16. október en einstaklingarnir eru ákærðir fyrir að hafa útvegað Payne fíkniefni og yfirgefið hann í annarlegu ástandi að sögn Andrés Madrea, saksóknara í Argentínu.

Samkvæmt fréttastofu NBC er hót­el­starfsmaður, ónefnd­ur „vin­ur“ Payne og einn aðili til viðbótar grunaðir um að eiga þátt í and­láti hans, en þeir eru meðal ann­ars sagðir hafa út­vegað hon­um örv­andi eit­ur­lyf.

Bleikt „kókaín“

Eiturefnaskýrsla sýndi fram á að Payne hafði neytt áfengis, kókaíns og lyfseðilsskylds þunglyndislyfs innan við 72 klukkustundum fyrir andlátið.

Talið er að Payne hafi notað bleikt „kókaín“ kvöldið sem hann lést, en lyfið inniheldur sjaldnast kókaín og er raunar yfirleitt blanda af MDMA, ketamíni og metamfetamíni og rauðum matarlit. 

Krufn­ing leiddi í ljós inn­vort­is og út­vort­is blæðing­ar og fjölda annarra áverka. Fjöl­skylda Payne flaug með lík hans aft­ur til Bret­lands á miðviku­dag, þrem­ur vik­um eft­ir and­lát hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir