Birnir sendir frá sér nýtt lag

Birnir Sigurðarson rappari.
Birnir Sigurðarson rappari. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson gaf í dag út lagið Win win, sem er fyrsta lagið á væntanlegri plötu tónlistarmannsins.

Lagið er unnið í samstarfi við tónlistarframleiðandann Martein Hjartarson og markar upphafið á nýjum hljóðheimi sem þeir hafa smíðað saman fyrir plötuna.

Birnir, einn vinsælasti tónlistarmaður sinnar kynslóðar, hefur unnið hörðum höndum að gerð plötunnar síðustu þrjú árin og tilkynnti um útkomu lagsins á Instagram nú á dögunum.

„Win win kemur út föstudaginn 8. nóv. Fyrsta lag af plötu sem ég hef verið að vinna að síðastliðin 3 ár,” skrifaði hann við mynd af leirstyttu.

View this post on Instagram

A post shared by Birnir (@brnir)

Birnir hefur haft í nógu að snúast síðustu mánuði, en hann gaf meðal annars út samstarfsplötu með Bríeti Ísis Elfar í sumar sem vakti mikla athygli fyrir framúrstefnulega popptónlist.

Lagið Win win er nú aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir