Stjórnendur í spjallþáttum í Bandaríkjunum hafa mjög verið með Donald Trump til umfjöllunar á umliðnum árum.
Nokkrir þeirra áttu erfitt með að sætta sig við sigur Trump í nýafstöðnum forsetakosningum en enginn þó eins og Jimmy Kimmel sem hélt nokkuð langa ræðu til að koma skoðunum sínum á framfæri og beygði af á miðri leið.
Kimmel stýrir þættinum Jimmy Kimmel live sem sýndur er á ABC stöðinni. Þátturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 2003 og hefur Kimmel notið hylli. Hefur hann til að mynda fjórum sinnum verið kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Hann hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við mótframbjóðendur Donalds Trumps og hafa bæði Trump og stuðningsmaður hans Elon Musk sent Kimmel tóninn á móti.