„Maður er að sjá svolítil tækifæri í skattheimtu þarna“

Hjálmar Örn og Helgi Jean.
Hjálmar Örn og Helgi Jean.

Grínistarnir Helgi Jean Claessen og Hjálmar Örn vildu forvitnast út í svokallaðan tómthússkatt sem Samfylkingin leggur til í framkvæmdaplani í húsnæðis- og kjaramálum fyrir komandi þingkosningar í nýjum hlaðvarpsþætti. Þá vill Samfylkingin heimila sveitarfélögum að leggja á svokallaðan tómthússkatt á tómar íbúðir. 

Helgi og Hjálmar halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Hæhæ.

Helgi og Hjálmar veltu fyrir sér hversu miklum tíma fólk ætti að eyða heima fyrir til að lenda ekki í skattinum. Þeir ákváðu að hringja í skrifstofu Samfylkingarinnar til að finna út úr þessu. 

„Í sambandi við tómthússkattinn, ég sá að félagi minn er dálítið með tóma íbúð hjá sér. Á ég að senda ykkur varðandi það eða myndi einhver frá ykkur koma og kíkja á þetta?“ spyr Helgi. 

„Maður er að sjá tóm hús hér og þar þannig maður er að sjá svolítið tækifæri í skattheimtu þarna. Hvað þarf maður að vera mikið heima? Myndi duga að horfa á einn leik í viku?“

Þá fá þeir þau svör að það er átt við að íbúðirnar séu bara tómar ef talað er af skynsemi.

„En ef maður vill hjálpa til við skattheimtuna, mætti maður fara að gægjast inn um glugga hjá fólki?“ spyrja þeir.

„Ég held þú ættir að senda þessar fyrirspurnir til Katrínar hjá Samfylkingunni á tölvupósti.“

„Veistu hvort hún sé heima?“

Sú sem svaraði í símann segir hana líklega vera í vinnu.

„Segðu henni að passa sig ef hún verður of lengi, hún gæti fengið skatt ef hún kemur ekki heim í dag.“

Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir neðan.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar