Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór með krafti af stað í gærkvöldi. Mikill fjöldi innlendra sem erlendra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni í ár og er mikla fjölbreytni að finna í tónlistinni.
Því er líklegt að allir finni eitthvað sem hentar þeirra smekk en á meðal flytjenda má meðal annars finna rokkhljómsveitina Mínus, reggísveitina Hjálma, velsku skífuþeytarana í Overmono og popphljómsveitina góðu Superserious.
Karítas Sveina Guðjónsdóttir, ljósmyndari mbl.is, var á staðnum og fangaði stemninguna.