Tróð í sig köku eftir sigur Trump

Madonna er ósátt við útkomu forsetakosninganna.
Madonna er ósátt við útkomu forsetakosninganna. Skjáskot/Instagram

Bandaríska tónlistarstjarnan Madonna er lítt hrifin af útkomu forsetakosninganna í Bandaríkjunum og fór ekki leynt með skoðun sína á Donald Trump á samfélagsmiðlum þegar niðurstöðurnar voru ljósar.

Madonna, sem lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris, gæddi sér á sérstakri köku í tilefni sigurs Trump og deildi mynd af henni með fylgjendum sínum á Instagram Story.

Kakan var skreytt með orðunum „F**k Trump“, sem mætti gróflega þýða sem „Til fjandans með Trump“, og því deginum ljósara að hún er enginn aðdáandi verðandi Bandaríkjaforseta.

Madonna var ekki sú eina sem gagnrýndi útkomu forsetakosninganna, en fjöldi frægra í Banda­ríkj­un­um lýsti von­brigðum sín­um yfir því að Trump hefði borið sigur úr býtum.

Óskar­sverðlauna­haf­inn Jamie Lee Curt­is birti langa In­sta­gram-færslu um kjör Trump og sagði það aft­ur­hvarf til þröng­sýnna tíma og jafn­vel grimmra tíma þar sem minni­hluta­hóp­ar gætu ekki frjálst um höfuð strokið.

„En það sem þetta þýðir raun­veru­lega er að við þurf­um að vakna og berj­ast. Berj­ast fyr­ir rétti kvenna og barna og framtíð þeirra og berj­ast gegn ein­ræði, einn dag í einu. Eina bar­áttu í einu. Ein mót­mæli í einu. Það er það sem það þýðir að vera Banda­ríkjamaður.“

Söngkonan fór ekki leynt með skoðun sína á Donald Trump.
Söngkonan fór ekki leynt með skoðun sína á Donald Trump. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup