Þrenn íslensk verðlaun í Lubeck

Lokathöfn hátíðarinnar var haldin með pomp og prakt í gærkvöldi.
Lokathöfn hátíðarinnar var haldin með pomp og prakt í gærkvöldi. Ljósmynd/Nordic Film Days Lubeck/Olaf Malzahn

Rúnar Rúnarsson leikstjóri og Heather Millard framleiðandi fengu tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Lübeck í Þýskalandi.

Í tilkynningu kemur fram að lokathöfn hátíðarinnar hafi verið haldin með pomp og prakt í gærkvöldi. 

Í ár voru fimm íslensk kvikmynda- og sjónvarpsverk sýnd á hátíðinni.

Í tilkynningunni segir að hátíðin sé ein sú stærsta og mikilvægasta sem helguð er kvikmyndagerð á Norðurlöndum.

Kvikmynd Rúnars, Ljósbrot, hlaut Interfilm-verðlaunin og stuttmynd hans, O (hringur), var valin besta stuttmyndin.

Bæði kvikmyndaverkin hafa verið á ferðalagi milli stærstu og virtustu kvikmyndahátíða heims og sópað að sér verðlaunum síðan þau voru heimsfrumsýnd í Cannes og á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

Katla Njálsdóttir leikkona í Ljósbroti tók á móti hvorum tveggja verðlaununum.

Heimildamynd Pamelu Hogan, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, hlaut verðlaun sem besta heimildarmyndin.

Myndina gerði hún í samstarfi við Hrafnhildi Gunnarsdóttur en hún var heimsfrumsýnd á heimildamyndahátíðinni Norður-Ameríku, Hot Docs, fyrr á árinu. Myndin fjallar um kvennafrídaginn á Íslandi 24. október 1975 og hefur notið mikillar velgengni. 

Hrafnhildur veitti verðlaunum þeirra viðtöku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir