„Ég á því 19 ár eftir ólifuð“

Will Forte ræddi um upplifun sína af andaglasi í hlaðvarpsþætti …
Will Forte ræddi um upplifun sína af andaglasi í hlaðvarpsþætti Rachel Dratch. Skjáskot/IMDb

Bandaríski leikarinn Will Forte, best þekktur fyrir leik sinn í Saturday Night Live og verðlaunakvikmyndinni Nebraska, fékk að heyra um eigin dauðdaga frá anda framliðins manns þegar hann var unglingur.

Forte, sem er 54 ára, greindi frá þessum yfirnáttúrulega atburði í nýjasta þætti hlaðvarpsins Woo Woo undir stjórn Rachel Dratch.

Leikarinn rifjaði upp atvikið, sem átti sér stað á heimili stúlku sem hann var hrifinn af, er þau fóru í andaglas.

„Þetta var óhugnanlegt“

„Ég hafði litla sem enga trú á þessu en ákvað að spila með. Ég spurði spurninga sem enginn vissi svörin við og fékk rétt svör. Ég varð hálf orðlaus, þetta var óhugnanlegt,“ sagði Forte sem á endanum bað andann um upplýsingar er vörðuðu dauðdaga hans. 

„Ég komst að því að ég ætti eftir að deyja 73 ára gamall af völdum stunguáverka. Ég á því 19 ár eftir ólifuð.“

Forte sagðist ekki endilega trúa spádómnum en viðurkenndi að hugsunin kæmi upp í hugann endrum og sinnum. 

„Ég athuga kannski með að fá mér kevlar-heilgalla þegar ég nálgast 73 ára aldurinn,“ gantaðist hann með í lokin.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka