Kynþokkafyllsti maður heims krýndur

John Krasinski er verðugur handhafi.
John Krasinski er verðugur handhafi. Ljósmynd/AFP

Bandaríska tímaritið People hefur svipt hulunni af kynþokkafyllsta manni í heimi. Leikarinn og leikstjórinn John Krasinski hlýtur heiðurinn í ár. Krasinski tekur við titlinum af leikaranum Patrick Dempsey sem var valinn sá kynþokkafyllsti á síðasta ári.

Krasinski skaust fram á sjónarsviðið þegar hann fór með hlutverk Jim Halpert í gamanþáttaseríunni The Office á árunum 2005 til 2013. Hann hefur einnig leikið í fjölmörgum kvikmyndum og getið sér gott orð sem leikstjóri og handritshöfundur. Krasinski leikstýrði meðal annars fyrstu tveimur A Quiet Place-myndunum.

Krasinski, sem er 45 ára, prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að vera valinn en viðurkenndi að eiginkona hans, breska leikkonan Emily Blunt, væri himinlifandi með valið í ár. 

Meðal þeirra sem áður hafa hlotið titilinn eru Chris Evans, Paul Rudd, Idris Elba, Michael B. Jordan, John Legend og Hugh Jackman.

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir