Síðasta dagbókarfærsla drottningar opinberuð

Elísabet II, drottning Bretlands, skrifaði ætíð í dagbókina sína. Dagbókarfærslurnar …
Elísabet II, drottning Bretlands, skrifaði ætíð í dagbókina sína. Dagbókarfærslurnar voru ekki fyrir hana sjálfa, heldur hélt hún úti skráningu atburða og verkefna í valdatíð sinni sem hafa sögulegt gildi. AFP/Victoria Jones

Síðasta dagbókarfærsla Elísabetar Bretadrottningar hefur verið opinberuð í bók Roberts Hardmans, Charles III: New King. New Court. The Inside Story, sem kom út 7. nóvember. 

Dagbókarfærsluna skrifaði Elísabet aðeins tveimur dögum fyrir andlát sitt, 8. september 2022. 

Þann 6. september settist hún niður til að skrá niður atburði dagsins líkt og hún gerði alla sína valdatíð, þrátt fyrir veikindi sem hrjáðu hana undir það síðasta. 

Færslan segir einfaldlega: „Játvarður kom og hitti mig.“ Vísar Elísabet þar til Sir Edwards Youngs, einkaritara síns, sem aðstoðaði hana við að gera ráðstafanir í sambandi við embættiseið þáverandi nýkjörins forsætisráðherra, Liz Truss. 

Skipun Truss reyndist síðasta opinbera verkefni drottningar eftir ævilanga opinbera þjónustu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård