Ungstirni í Netflix-mynd Baltasars

Taron Egerton hefur nælt sér í hlutverk hjá Baltasar.
Taron Egerton hefur nælt sér í hlutverk hjá Baltasar. AFP/Frazer Harrison

Velska ungstirnið Taron Egerton mun leika aðalhlutverkið í Net­flix-spennu­mynd­inni Apex á móti leikkonunni Charlize Theron. Leikstjóri myndarinnar verður Baltasar Kormákur en bæði hann og Theron eru meðal framleiðenda.

Egerton er 35 ára og lærði í Royal Academy of Dramatic Art. Hann hefur vakið athygli fyrir Kingsman-myndirnar og fyrir hlutverk sitt sem Elton John í Rocketman. Fyrir það hlutverk fékk Golden Globe-verðlaunin sem besti leikarinn. Greint var frá ráðningunni á vef Deadline í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar