„Full House“-stjarna greinist með krabbamein

Grínistinn og leikkarinn, sem var upp á sitt besta á …
Grínistinn og leikkarinn, sem var upp á sitt besta á níunda og tíunda áratugnum, hefur verið greindur með þriðja stigs krabbamein. youtube/Skjáskot

Grínistinn og leikarinn David Coulier, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Joey Gladstone í sjónvarpsþáttunum Full-House frá árunum 1985-1997, sagði frá því í spjallþættinum Today að hann væri greindur með þriðja stigs krabbamein.

David er giftur Melissu Coulier og á 33 ára son frá fyrra hjónabandi. 

Í þættinum sagði hann orðrétt: „Mér leið eins og ég hefði verið kýldur í magann, því þetta kemur aldrei fyrir þig,“ og vísar í fyrstu viðbrögð sín við greiningunni.  

„Maður heyrir alltaf að það komi fyrir einhvern annan.“

Bob Saget, sem lék með David í þáttunum Full House …
Bob Saget, sem lék með David í þáttunum Full House lést í janúar 2022, þá aðeins 65 ára. Hér er hann ásamt og eiginkonu sinni Kelly Rizzo í desember 2021. Michael Tran/AFP

Fyrsta einkenni sjúkdómsins var hnútur í nára. Það hafi svo aftur verið löng bið eftir að fá að vita hvort meinið hefði dreift sér í önnur líffæri, út í blóðið eða beinin. Hann hafi hins vegar fengið að vita að meinið næði ekki út fyrir sogæðakerfið.

Hann hefur nú gengist undir kraftmikla lyfjameðferð sem hafi dregið töluvert úr honum. Segist hann suma daga vera í lagi, en aðra langi hann bara að leggjast í gólfið og leyfa lífinu að yfirbuga sig. 

Búist er við að hann klári lyfjameðferð í febrúar á komandi ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir