Kveikti í netinu með eldheitum myndum

Hann kann sko að sitja fyrir.
Hann kann sko að sitja fyrir. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Chad Michael Murray, best þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni One Tree Hill á árunum 2003 til 2012, er þessa dagana á fullu við að kynna nýjustu mynd sína, The Merry Gentleman, sem líkja má við jólaútgáfu af Magic Mike.

Í tilefni myndarinnar gaf Murray, 43 ára, út dagatal með myndum af sér berum að ofan, sem heillar án efa ófáa einstaklinga sem tilheyra þúsaldarkynslóðinni.

Leikarinn frumsýndi myndirnar, allar tólf, í gærdag og er óhætt að segja að færslan hafi kveikt áhuga þó nokkurra, en hátt í 120.000 manns hafa líkað við færsluna á innan við sólarhring.

Margir telja dagatalið vera kynningarbrellu Netflix en fjölmargir aðdáendur Murray vilja ólmir næla sér í eintak, ef marka má athugasemdir.

The Merry Gentlemen verður frumsýnd á Netflix þann 20. nóvember næstkomandi.

View this post on Instagram

A post shared by Netflix US (@netflix)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach