Hávær orðrómur um hjónaskilnað

Jessica Simpson og Eric Johnson kynntust árið 2010.
Jessica Simpson og Eric Johnson kynntust árið 2010. Skjáskot/Instagram

Orðrómur um yfirvofandi skilnað bandarísku söngkonunnar Jessicu Simpson og Eric Johnson, fyrrverandi leikmanns San Francisco 49ers, hefur náð nýjum hæðum síðustu daga. Fjölmiðlar vestanhafs hafa fullyrt að Simpson sé búin að fara fram á skilnað og sést hefur til hennar án giftingarhrings.

Simpson deildi færslu á Instagram-síðu sinni á dögunum sem innihélt dulin skilaboð. Aðdáendur söngkonunnar segja orð hennar staðfesta orðróminn, ef marka má athugasemdirnar. 

„Þessi endurkoma er persónuleg, hún er afsökunarbeiðni til sjálfs míns vegna alls þess sem ég sætti mig við og átti alls ekki skilið,” skrifaði Simpson, sem er stödd í Nashville, við færsluna.

Sama dag og Simpson deildi færslunni sást Johnson á rölti í Los Angeles án giftingarhrings.

Hjónin giftu sig þann 5. júlí 2014 í Montecito í Kaliforníu. Þau eiga þrjú börn á aldursbilinu 5–12 ára. Er þetta annað hjónaband beggja. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt breyta rétt. Ef þú ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu sanna. Óvenjulegar hugmyndir höfða mjög sterkt til þín í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt breyta rétt. Ef þú ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu sanna. Óvenjulegar hugmyndir höfða mjög sterkt til þín í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio