Hollywood-leikkonan Eva Longoria segir fjölskyldu sína ekki lengur búa í Bandaríkjunum. Þess í stað dvelur hún til skiptis í Mexíkó og á Spáni.
Í viðtali við franska tímaritið Marie Claire sagði Longoria ástæðuna fyrir þessu vera „breytt andrúmsloft“ í Bandaríkjunum eftir kórónuveirufaraldurinn, fjöldi heimilislausra, háir skattar í Kaliforníu og endurkjör Donalds Trumps sem Bandaríkjaforseta.
Hún viðurkenndi jafnframt að hún nyti þeirra forréttinda að geta flutt og bætti við: „Flestir Bandaríkjamenn eru ekki svo heppnir. Þeir verða fastir í þessu dystópíska landi.“
Longoria hefur verið áberandi í stuðningi sínum við Demókrataflokkinn síðustu ár og hefur sýnt málefnum innflytjenda sérstakan áhuga.