Longoria flutt frá „þessu dystópíska landi“

Eva Longoria á tískuvikunni í París fyrr á árinu.
Eva Longoria á tískuvikunni í París fyrr á árinu. AFP/Julien De Rosa

Hollywood-leikkonan Eva Longoria segir fjölskyldu sína ekki lengur búa í Bandaríkjunum. Þess í stað dvelur hún til skiptis í Mexíkó og á Spáni.

Í viðtali við franska tímaritið Marie Claire sagði Longoria ástæðuna fyrir þessu vera „breytt andrúmsloft“ í Bandaríkjunum eftir kórónuveirufaraldurinn, fjöldi heimilislausra, háir skattar í Kaliforníu og endurkjör Donalds Trumps sem Bandaríkjaforseta.

Hún viðurkenndi jafnframt að hún nyti þeirra forréttinda að geta flutt og bætti við: „Flestir Bandaríkjamenn eru ekki svo heppnir. Þeir verða fastir í þessu dystópíska landi.“

Longoria hefur verið áberandi í stuðningi sínum við Demókrataflokkinn síðustu ár og hefur sýnt málefnum innflytjenda sérstakan áhuga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan