Eyjamaður vinnur til verðlauna í Hollywood

Daði hefur búið í London síðustu tíu árin og starfað …
Daði hefur búið í London síðustu tíu árin og starfað sem listrænn stjórnandi og við gerð kvikmyndastiklna. Ljósmynd/Aðsend

Eyjamaðurinn og stikluklipparinn Daði Már Sigurðsson er á bleiku skýi eftir að hann og samstarfsfólk hjá Silk Factory hans unnu til Clio-verðlauna fyrir kvikmyndastiklu sína úr kvikmyndinni Kneecap.

„Maður er á bleiku skýi, þetta er ótrúlegur heiður og það er erfitt að vera hógvær, en ég er stoltur af þessum árangri og öllum samstarfsmönnum mínum sem komu að gerð stiklunnar.“

Clio-verðlaunin eru alþjóðleg og fjölþætt verðlaun. Ætlun þeirra er að heiðra listræna nýsköpun og þá einkum þegar kemur að auglýsingagerð, hönnun og margmiðlun.

Hurðin opnaðist í Lundúnum

Daði hefur búið í Lundúnum síðustu tíu árin og starfað sem listrænn stjórnandi og við gerð kvikmyndastiklna.

„Ég byrjaði að stússast í þessu í áttunda bekk og kenndi mér hálfpartinn sjálfur að klippa sem unglingur. Svo útskrifaðist ég úr Margmiðlunarskólanum í Reykjavík.“

Að námi loknu átti Daði erfitt með að finna sér vinnu heima fyrir enda lítið um tækifæri við stiklugerð hér á landi á þeim tíma.

Þá kom að því að maður Daða ákvað að flytja til London í meistaranám og Daði ákvað að slást með í för:

„Þar opnaðist hurð fyrir mér og ég hoppaði bara á það tækifæri.“

Hann segir það súrrealískt að hugsa með sér að fyrir tíu árum hafi hann byrjað sem starfsnemi og sé í dag að taka við Clio-verðlaununum sem voru afhent með pompi og prakt í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í Kaliforníu.

Daði og einn stofnenda Silk Factory, Andrew Sook, fóru fyrir …
Daði og einn stofnenda Silk Factory, Andrew Sook, fóru fyrir hönd fyrirtækisins og tóku á móti verðlaunum. Ljósmynd/Aðsend

Byggð á sannri sögu ungra rappara

Sem fyrr segir unnu Daði og kollegar hans til verðlauna fyrir kvikmyndastiklu fyrir myndina Kneecap sem kom út fyrr á árinu.

Myndin er írsk og er byggð á sannri sögu þriggja ungra rappara sem leika sig sjálfir í myndinni og lýsir raunum þeirra innan írsku tónlistarsenunnar:

„Þetta sameinar drama og húmor og hvernig írsk menning og tungumál móta líf þeirra og list,“ segir Daði sem mælir eindregið með myndinni.

Hér má sjá stikluna sem skilaði Daða og félögum verðlaunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka