Getur ekki synt eins og áður

Charlene prinsessa af Mónakó segir líkamann ekki þoka mikla áreynslu.
Charlene prinsessa af Mónakó segir líkamann ekki þoka mikla áreynslu. AFP

Charlene prinsessa af Mónakó segir í viðtali við tímaritið Gala að hún þurfi að hafa hemil á sér þegar kemur að sundiðkun. 

Prinsessan var áður mikill sundkappi og keppti í sundi á Ólympíuleikum fyrir Suður Afríku. Fyrir nokkrum árum síðan veiktist hún hastarlega með svæsnar ennisholusýkingar sem gerði það að verkum að hún gat t.d. ekki farið í flugvél. Þá þurfti hún að hætta að synda. 

„Ég geng, hjóla og syndi, en ekki jafnmikið og áður. Ég æfi ekki sund af eins mikilli ákefð og hér áður fyrr. Þegar ég var ung þá lagði ég hart að mér. Nú snýst allt um að gæta hófs. Það getur verið mjög krefjandi því það er í eðli mínu að vera keppnismanneskja. Ég vil slá öll met og vinna verðlaun. En hin 47 ára gamla ég getur það ekki. Líkaminn leyfir mér það ekki. Andi minn og hjarta segja mér að gera það en líkaminn þverneitar,“ segir Charlene prinsessa.

Í sama viðtali lýsir hún persónuleikum barnanna sinna sem verða tíu ára von bráðar.

„Gabríela er mjög forvitin. Hún er spurul og krefsts mikillar athygli. Jacques er aftur á móti mun rólegri og til baka.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan