Meghan lét Harry selja dýrgripi

Harry prins og Meghan eru samtaka með margt.
Harry prins og Meghan eru samtaka með margt. AFP

Harry prins þurfti að gefa margt upp á bátinn þegar hann hóf samlíf með Meghan Markle. Hann sagði sig frá konunglegum störfum sínum og fluttist til Bandaríkjanna fjarri fjölskyldu og vinum. Nú segja heimildarmenn The Sun að hann hafi einnig þurft að gefa frá sér ýmsa muni sem voru Meghan ekki að skapi. Er þá átt við forláta veiðiriffla sem voru handsmíðaðir og metnir á tæpar níu milljónir króna. Sala gripanna fór fram árið 2020.

Sá sem keypti rifflana vissi ekki að Harry prins hefði verið eigandi þeirra fyrr en löngu seinna.

Áður en Harry giftist Meghan þá hafði hann verið mikill veiðimaður.

Í viðtali árið 2020 hafði Dr Jane Goodall tjáð sig um Harry og sagðist trúa því að hann gæfi veiðar upp á bátinn eftir að hafa kynnst Meghan. Spurð út í það sem þeir bræður Harry og Vilhjálmur leggðu af mörkum til umhverfismála sagði hún: „Já, nema þeir veiða og skjóta. En ég held að Harry muni hætta öllu slíku því Meghan líkar ekki veiðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Ekki spá í hvað öðrum finnst eða þeir þarfnast, gerðu það sem þér finnst spennandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Ekki spá í hvað öðrum finnst eða þeir þarfnast, gerðu það sem þér finnst spennandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach