Bresku konungshjónin syrgja góðan vin

Karl III Bretakonungur og Kamilla.
Karl III Bretakonungur og Kamilla. Ljósmynd/AFP

Mikil sorg ríkir nú á heimili bresku konungshjónanna eftir að hundurinn Beth féll frá. Beth, sem var af tegundinni Jack Russell Terrier, hafði verið í fjölskyldunni í 13 ár.

Hjónin tilkynntu örlög hundsins á Instagram-síðu konungsfjölskyldunnar fyrr í dag.

Með sorg í hjarta kveðjum við ástsælan vin drottningarinnar,” stóð meðal annars við myndaseríu af hundinum Beth, sem fylgdi Camillu Bretadrottningu hvert sem hún fór.

Camilla er nú á batavegi eftir að hafa orðið nokkuð veik af sýkingu í brjósti í byrjun nóvember. Hún sneri aftur til opinberra starfa í síðustu viku en hefur þó sleppt nokkrum viðburðum sökum orkuleysis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan